Emeth - Hebrew אמת truth,firmness,veracity

Reykjavík Æfiágrip Kristjáns Búasonar
f 25 okt 1932 í Reykjavík
Búi Þorvaldsson
20. okt 1902 -20. okt 1983
mjólkurfræðingur og síðar starfsmaður Háskóla Íslands.
Foreldrar:
Þorvaldur Jakobsson 4. maí 1860 - 8. maí 1954, prestur á Stað í Grunnavík, N-Is., á Brjánslæk í Barðastrandahr. og í Sauðlauksdal í Rauðasandshr., V- Barð., síðar kennari við Felnsborgarskóla i Hafnarfirði.
Magdalena Jónasdóttirhúsfreyja 7 okt 1859 -14 febr 1942.

Jóna Erlendsdóttir
4. feb 1903 - 31. des 1993
húsfreyja.
Foreldrar: Erlendur Kristjánsson 13. sept 1862 - 20. maí 1938, bóndi og útgerðarmaður í Haga, á Brjánslæk og Siglunesi í Barðastrandarhr., siðar á Hvallátrum í Rauðasandshr., V.-Barð., og vitavörður Bjargtangavita (frá 1913),
Steinunn Ólafsdóttir Thorlacius 14. des 1859 - 12. jan 1941, húsfreyja.

Menntun

Stúdent 1952

Nám

1952 Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík - frá máladeild

1952-1958 Guðfræðinám við Guðfræðideild Háskóla Íslands.

1955-1956 Guðfræðinám við Friedrich-Alexander Universität, Erlangen 1955-56.

1958 Cand. theol. frá Háskóla Íslands 30. jan. 1958.

1965-1975 Framhaldsnám í nýjatestamentisfræðum við Uppsalaháskóla 1965-75. Naut  námsstyrks Lútherska heimssambandsins 5 fyrstu árin.

1967 Próf í trúarbragðasögu og trúarlífssálarfræði við Uppsalaháskóla (3 stig) 15. febr.1967,

1972 Licentiatpróf (teol. lic.) í nýjatestamentisfræðum og grísku frá Uppsalaháskóla samkvæmt eldri reglugerð (sambærilegt við PhD) 12. júní 1972.

1973 Próf í klassískri grísku við Uppsalaháskóla (3 stig) 11. júlí 1973.

Prófessorshæfni Metinn hæfur til að gegna prófessorsembætti við guðfræðideild Háskóla Íslands 1974.

 

Störf

1958-1967 Sóknarprestur í Ólafsfjarðarprestakalli 1958-67. (Í leyfi síðasta  eitt og hálft árið  vegna framhaldsnáms).

1970-1974 Stundakennari við Guðfræðideild Uppsalaháskóla í grísku, textasögu og  ritskýringu Nýja testamentisins 1970-74.

1970-1971 Sjúkrahúsprestur dómkirkjusafnaðarins í Uppsölum 1. júlí 1970 til 25. júlí 1971.

1971-1975 Aðstoðarprestur í Danmarks- og Funbos-prestakalli í sömu borg 25. júlí 1971 til 28. febr.1975. - Vann samhliða prestsstarfinu áfram að rannsóknum m. a. Gal. 1. 18 og á formi Mark. 2. 1-2.

1975-2002 Skipaður dósent í grísku og nýjatestamentisfræðum við guðfræðideild H. Í. frá 1. jan. 1975. Framgangur í dósent II 1978. - Kennslugreinar frá upphafi hafa verið Gríska Nýja testamentisins, Inngangsfræði Nýja testamentisins, Samtíðarsaga Nýja testamentisins, Ritskýring Matteusarguðspjalls, Ritskýring 1. Korinþubréfs, Valnámskeið í texta og heimfærslu svo og Kjörsvið í grísku og nýjatestamentisfræðum. Hefur jafnframt kennt þar trúarbragðafræði (trúarbragðasögu) ásamt trúarlífssálarfræði í 20 ár eða 1975-95.

1978-1986 Stundakennari í kristnum fræðum við Kennaraháskóla Íslands, þar sem kennslugreinar voru biblíufræði, almenn trúarbragðafræði, trúaruppeldisfræði og íslenzk kirkjusaga.

1985-1986 Forstöðumaður Evangelísk-lútherska biblíuskólans í Reykjavík.

1987-1988 Gistidósent í nýjatestamentisfræðum með takmarkaða kennsluskyldu við Guðfræðideild Uppsalaháskóla, þar sem unnið var m. a. að málvísindalegri greiningu Markúsarguðspjalls.

1994-1995 Gistidósent í nýjatestamentisfræðum án kennsluskyldu við Guðfræðideild Uppsalaháskóla, þar sem unnið var m. a. að samanburð sagnfræðilegrar, bókmenntafræðilegrar og málvísindalegra aðferða í ritskýringu texta Nýja testamentisins.

haust1998 Gistidósent í nýjatestamentisfræðum án kennsluskyldu við Guðfræðideild Uppsalaháskóla.

 

Önnur störf

Kristján og faðir hans að ræða málin í vinnuherbergi Kristjáns.

1952 Starfsmaður sumarbúða KFUM í Vatnaskógi,

1977-85 Forstöðumaður sumarbúðannan í 2-8 vikur.

1958-65 Stundakennari vid Barna- og unglingaskóla Ólafsfjarðar.

1978-86 Stundakennari í kristnum fræðum (biblíufræðum, allmennum trúarbragðafræðum íslenskri kirkjusögu og trúaruppeldisfræðum) við Kennaraháskóla Íslands

1980 júni Prófdómari í grísku og hebresku vid Fróðskaparsetur Færeyja.

1985-86 Undirbjó stofnun Evangelísk-lútherska biblíuskólans í Reykjavík og var forstöðumadur hans.

1993 Annaðist námskeið í nýjatestamentisfræðum (inngangsfræðum) á vegum Leikmannaskóla Þjóðkirkjunnar.

1996 Annaðist námskeið í nýjatestamenntisfræðum (inngangsfræðum) á vegum Leikmannaskóla  Þjóðkirkjunnar við Vídalínskirkju í Garðabæ á vegum Bræðrafélags safnaðarins.

Þáttaka í samvinnu við Vídalínskirkju í Garðabæ á vegum Bræðrafélags safnaðarins fræðideildar Háskóla Íslands og Prestafélgas Íslands um námskeið í ritskýringu prédikunartexta og erindi í ýmsum deildum P.Í.

1993 til vors 1994 og frá vori 1995 til vors 1997 Stóð fyrir málstofu Gudfræðistofnunar Háskóla Íslands frá hausti.

  

Félags- og trúnaðarstörf

Framkvæmdarstjóri æskulýðsdeildar Alkirkjuráðsins í Genf sr Bengt-Thure Molander og sr Kristján Búason þjóna við messu.

1950-52 Formaður Kristilegra skólasamtaka í Reykjavík

1952-54 Formaður Kristilegs stúdentafélags

1953 Sótti norrænt Kristilegt stúdentamót í Hardangri.

1954 Æskulýðsfulltrúi Evanlgelísk-lúthersku kirkjunnar á Ísland á II. þingi Alkirkjuráðsins ´i Evanston í Illinois og sótti jafnframt æskulýðsmót lútherskra kirkna í Wisconsin.

1955 Undirbjó komu framkvæmdastjóra æskulyðsdeildar Alkirkjuráðsins í Genf (sr. Bengt-Thure Molander) til Íslands í boði Kristilegs stúdentafélags, KFUM og Kristniboðssambandsins.

April-maí 1956Tók þátt í þingi æskulyðsleiðtoga Evangelisk-lútherskra kirkna Vestur- og Austur-Þýskalands í Vestur-Berlín.

1956 Tók þátt í vinnubúðum Alkirkjuráðsins við Wiesbaden í Vestur-Þýskalandi um sumarið. Undirbjó og leiddi fyrstu vinnubúðir Alkirkjuráðsins á Íslandi vid byggingu safanðarheimilis og kirkju í Langholti í Reykjavík.

1959-60 Átti sæti í vinnubúðarnefnd Þódkirkjunnar, en nefndin vann að undirbúningi vinnubúða Alkirkjuráðsins í Grundarfirði.  

1961-65 Í sjúkrahúsnefnd Ólafsfjarðarkaupstaðar sem vann að undirbúningi byggingar sjúkraheimilis á Ólafsfirði.

1961-65 Í fræðsluráði Ólafsfjarðar og átti m.a. frumkvæði að stofnun Gagnfræðaskóla Ólafsfjarðar.

1963-64 Forseti Rótarykblubbs Ólafsfjarðar

1968 Sat þing Alkirkjuráðsins í Uppsölum

1966 og 1977 Sat fundi um samvinnu norrænna kirkna í Sigtúnum.

1982-90 Formaður samstarfsnefndar kristinna trúfélaga á Íslandi

1983-85 Í starfshópi á vegum menntamálaráðuneytisins um endurskodun námsskrár í kristnum fræðum.

1989 Tilnefndur af biskupi Íslands í undirbúingsnefnd sem undirbjó og leiddi sameiginlega gudþjónustu íslensku Þjódkirkjunnar og Rómversk kaþólsku kirkjunnar á Íslandi undir forystu biskups Íslands og kaþólska biskupsins á Íslandi vid heimsókn Jóhannesar Páls páfa á Þingvöllum.

1992-93 Forseti Rótarklúbbsins Reykavík-Breiðholt

1995 Í stjórn Gudfræðistofnunar H.I. frá 1995

1995-97 Í fjármálanefnd Háskóla Íslands, varamaður 1993-95 og 1997-99 tók sæti í nefndinni á vormisserið1999

1995-97 Í bókasafnsnefnd Háskóla Íslands

1994 Fulltrúi Háskóla Íslands í skólaráði Skálholtsskóla

frá 1986 Í undirbúningsnefnd norrænna nýjatestamentisfræðinga frá 1986 sem undirbjuggu og leiddu norrænar ráðstefnur í nýjatestamentisfræðum í Esbo 1990 í Skálholti 1994 og i Hilleröd 1999.

1994 Annaðist undirbúning ráðstefnunnar í Skálholti.

Nätverk för teologisk utbilding í Norden

-       Þáttakandi í Nätverk för teologisk utbilding í Norden frá 1991 og

-       í undirbúningsnefnd samtakanna fyrir ráðstefnur í Granavolden 1991,

-        Sigtuna 1994,

-       Järvenpää 1995,

-       Skálholti 1997 og

-       Slagelse 1998 (þátttakandi í öllum ráðstefnunum nema þeirri síðustu).

Oslo, 4.-11. August 1996. Sat sem fulltrúi Nätverk för teologisk utbildning í Norden ráðstefnu um ”Ecumenical Theological Education: Its Viability today”.

Hefur átt sæti í dómnefndum til að dæma hæfi umsækjenda

-       um stöðu lektors vid guðfræðideild Háskóla Íslands 1976,

-       um stöðu lektors í kristnum fræðum vid Kennaraháskóla Íslands 1985 og 1992 og

-        um framgang sérfræðings í stöðu fræðimanns við Árnastofnun 1998.