Bréf til pabba

Bréf til pabba 12. Ágúst 1940

(eins og það var skrifað i den)

Til

Herra Búi Þorvaldsson Djúpavík

 

Reykjavík, 12. Ágúst, 1940

Elsku pabbi minn.

Þakka þér fyrir kortið sem þú sendir mér.

Nú er jeg farin að róa með Þórárni. Hefi farið 5 sinnum.

Mamma gaf mér færi og útbjó það að öllu leyti.

Fyrst dró ég 25 fiska svo 23 þar næst 19.

Þá misti ég öngulinn

í 4. róðrinum misti ég öngul og sökkuna og dróg ekki nema 12.

Þá útbjó mamma sökku og öngul aftur og með honom dró ég best 45.

Ég gaf í soðið ömmu og Guðrúnu og Gunnu frænku.

Jórunn, Erlendur og Þorvaldur biðja að heilsa þér.

Við borðuðum kartöflur úr garðinum í morgun. Þær eru smáar enþá.

Vertu blessaður elsku pabbi minn.

Þinn

       Kristján