Mynni Ólafsfjarðar
Vér spurðum hvað er kirkjan?
Oss var svarað af pistli dagsins, sem vér lásum í upphafi, en oss er einnig svarað þessari spurningu með sérstökum hætti hér
í kirkjunni í dag. Hér birtist oss kirkja Krists á jörðunni áþreyfanleg og sýnileg.
Kæru fermingarbörn í heilagri skirn, við móður brjóst og föður
hné hljómaði kall Guðs til ykkar og þið svöruðu því full trúnaðartrausts í bænum ykkar. Þá urðuð þið ásamt foreldrum ykkar kristin kirkja.
Æ síðan hefur kall Guðs hljómað til ykkar og þið hafið verið leidd til fyllri þekkingar á Guði föður vorum og dýpri skilning á samfélaginu við hann.
Stund ykkar hér í kirkjunni í dag er undirstrikun svars ykkar við kalli Guðs. Fermingin er já ykkar við þessu kalli. Hún er staðfesting af ykkar hálfu um að
þið viljið hafa Jesum Krist að Drottni ykkar og leiðtoga, yfirlysing um að þið viljið tilheyra hans kirkju og þannig halda fast við trú feðra ykkar.
En fermingin er meira,
hún er undirstrikun á jái Guðs. Í henni felst undirstrikun á það fyrirheiti, sem Guð gaf ykkur í heilagri skirn, er hann hét að vera ykkur Drottinn.
Það
er ekki svo, að ykkur sé ætlað í eigin mætti að feta þann veg sem þið hafið tekið að ganga í trúnni á Jesum. Sá, sem reynir það, er dæmdur til að
biða ósigur í þeirri baráttu sem í því felst. – Guð vill vera oss Drottinn, það þyðir, hann vill hjálpa oss, svo framarlega sem vér leyfum honum að gera það.
Þið sem nú í viðurvist Kristins safnaðar játið trúna á þann drottin, sem þið voruð skirð til, öðlist nú aðgang að öllu því sem Guð
vill gefa oss mönnum í kirkju sinni.
– Þið hafið lokið stuttum undirbúningstíma á langri leið. Framundan er óviss vegferð, þar sem þið í æ ríkari
mæli gerizt ábyrg fyrir lifi ykkar og gjörðum. Og um leið takið þið að kynnast umheimininum, fegurð hans og unaði, en einnig spillingju hans og sorta, vonbrigðum og sársauka. Vegirnir um viðáttur
mannlifsins eru margir og liggja í margar áttir og það er villugjarnt á þeim.
En þið hafið frá barnæsku tekið að feta veginn, sem liggur till lífsins í eiginlegri
merkingu þess orðs, lifsins, sem Guð einn gefur og felst í því að lifa í fullri sátt við hann. Ávöxtur þess er líf, sem hrærist í fullkomnu samræmi við
sköpunina. Þennan ávöxt, þetta líf, nefnum vér öðru nafni lifshamingjuna. Allir vilja vera hamingjusamir, en það eru ekki allir sem gera sér ljóst að lifshamingjan er einmitt fólgin
í samfélaginu við hinn lifandi Guð. Þess vegna eru það svo margir, sem hverfa af veginum sem þeir höfðu aðgang að í bernsku og æsku. Hvarvetna á vegferð vorri um lifið
rekumst vér á vegamót, þar sem visað er í ýmsar áttir til lifshamingjunnar.
En farið ekki eftir þeim. Það er aðeins ein leið, sem liggur till lífsins og lífshamingjunnar
í dýpstum skilningi og það er Jesús Kristur. Hann er vegurinn til lífsins. Í trúnni á hann í samfélaginu við hann eigum vér frið við skaparann og sköpun hans.
Enginn skilji orð min svo, að lifið í trúnni á Guð sé árekstra- og átakalaust. Því fer fjarri. Friðurinn við Guð og sköpun hans verður ekki varðveittur nema
í stöðugri baráttu við hið illa í lifinu. Og sú barátta getur oft verið hörð og sársaukafull, en hún rænir menn ekki lifshamingjunni ef menn standa Guðs megin í
þeim átökum. Til þess vill vor himneski faðir hjálpa oss öllum, einnig ykkur kæru fermingarbörn.
Í kirkju hans eigið þið þetta fernt, sem ég minntist á
hér að framan, hina postullegu kenningju eða Guðs ord eins og það er að finna í hinni heilögu ritningu, samfélag þeirra sem trúa, altarissakarmentið og bænina. Allt
eru þetta gjafir Guðs kirkju hans til handa og án þeirra verslast hún upp og deyr. -
Ef þið viljið varðveita það líf sem þið nú játið, þá
haldið fast við þetta fernt að hætti hinna fyrstu kristnu: kenningu postulanna, samfélagið og brotningu brauðsins og bænirnar. Þá munuð þið reyna að Guð stendur
við öll sin fyrirheiti.
Guð blessi ykkur og oss öllum þennan dag og ókomin ár.
Gleðilega hátíð í Jesú nafni.
Amen
(Altarisganga fermingarbarna n.k. föstudagskvöld í kirkjunni klukkan
níu).